Yfirlýsing um persónuvernd

Fyrirtækin innan Webasto Group virða einkalíf þitt og leggja ríka áherslu á að vernda persónuupplýsingar þínar. Við viljum að þú vitir hvenær við vistum slíkar upplýsingar og hvernig við notum þær. Við höfum gert tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til þess að tryggja að öll ákvæði varðandi persónuvernd séu uppfyllt.

Söfnun nafnlausra gagna

Almenna reglan er sú að þú getur heimsótt þær vefsíður Webasto Group sem ekki eru persónusniðnar (www.webasto.com, www.webasto-group.com, www.webasto-comfort.com og www.webasto-career.com) án þess að gefa upp hver þú ert. Þegar þú heimsækir vefsvæði okkar eru skráðar upplýsingar um IP-tölu tölvunnar þinnar, vafrann sem þú notar, stýrikerfið á tölvunni, vefsvæðið sem þú komst af, dagsetningu, tíma og vefsíðurnar sem þú skoðar. Hins vegar er ekki hægt að draga ályktanir út frá persónuupplýsingum og það er ekki ætlunin. Unnið er úr þessum upplýsingum í tölfræðilegum tilgangi. Sem stakur notandi ertu nafnlaus.

Persónuupplýsingar

Persónuupplýsingar eru upplýsingar sem tengjast þér sem persónu. Það eru til dæmis upplýsingar á borð við nafn þitt, heimilisfang, póstnúmer og símanúmer. Ekki er um að ræða upplýsingar sem ekki er hægt að tengja við þig með beinum hætti (til dæmis um það hversu lengi þú ert á vefsvæðinu eða hversu margir notendur eru á vefsvæðinu hverju sinni). Fyrirtækin innan Webasto Group safna eingöngu persónuupplýsingum um þig ef þú lætur okkur þær í té, t.d. þegar þú fyllir út eyðublöð, skráir þig fyrir persónusniðinni þjónustu eða sendir inn atvinnuumsókn. Upplýsingarnar sem þú færir inn eru eingöngu vistaðar í eftirfarandi tilgangi:

- Til þess að ganga frá pöntun þinni hjá Webasto
- Til þess að skrá þig í áskrift að fréttabréfi og senda þér fréttabréfið
- Til þess að senda upplýsingar þínar til viðkomandi mannauðsdeildar þegar þú sækir um starf
- Til þess að greina nafnlausar upplýsingar um notendur í því skyni að bæta við og endurbæta vefsvæði okkar

Miðlun persónuupplýsinga til þjónustuveitenda

Við áskiljum okkur rétt til að miðla upplýsingum þínum áfram til annarra fyrirtækja innan Webasto Group, til viðurkenndra söluaðila okkar og til þjónustuaðila í því skyni að geta veitt þér sem besta þjónustu. Þegar þú óskar eftir tilboði frá viðurkenndum söluaðila í gegnum vefsvæði okkar www.webasto-comfort.com sendum við persónuupplýsingarnar sem þú gafst upp áfram til söluaðilans sem þú valdir.

Leggir þú fram rökstudda beiðni um aðgang að upplýsingum eða eyðingu upplýsinga mun Webasto að sjálfsögðu gjarnan aðstoða þig með því að senda beiðnina áfram til þjónustuveitandans fyrir þína hönd.

Óheimilt er að miðla upplýsingum áfram til annarra þriðju aðila, nema að þú hafir gefið sérstakt leyfi fyrir því.

Geymslutími

Persónuupplýsingar sem okkur eru látnar í té á vefsvæði okkar eru eingöngu geymdar þar til þær eru ekki lengur nauðsynlegar í þeim tilgangi sem lá að baki skráningunni. Að því marki sem virða ber varðveislutíma sem kveðið er á um í verslunarrétti og skattalögum, má vista tilteknar upplýsingar í allt að tíu ár.

Réttindi þín

Þú hefur eftirfarandi lagaleg réttindi að því er snertir vinnslu persónuupplýsinga þinna:

- rétt til aðgangs að upplýsingum sem safnað hefur verið um þig;

- rétt til leiðréttingar;

- rétt til eyðingar;

- andmælarétt;

- rétt til takmörkunar á vinnslu;

- rétt til að flytja eigin gögn.

Þú getur hvenær sem er dregið til baka samþykki þitt fyrir vinnslu persónuupplýsinga þinna.

Þú hefur rétt til að leggja fram kvörtun hjá lögbæru eftirlitsyfirvaldi.

Samþykkir þú ekki lengur vistun persónuupplýsinga þinna eða eigi slík vistun ekki lengur við munum við sjá til þess að upplýsingunum verði eytt, breytt eða lokað fyrir aðgang að þeim þegar okkur berast samsvarandi fyrirmæli innan þeirra marka sem kveðið er á um í lögum. Sé þess óskað munt þú fá upplýsingar um allar persónuupplýsingar þínar sem við höfum skráð þér að kostnaðarlausu. Komi upp spurningar varðandi söfnun, vinnslu eða notkun persónuupplýsinga þinna, aðgangs að upplýsingum, leiðréttingu upplýsinga, takmörkun aðgangs að upplýsingum eða eyðingu upplýsinga sem og varðandi nýtingu frekari réttinda skal hafa samband við persónuverndarfulltrúa Webasto Group (dataprotection@webasto.com) eða senda skriflega fyrirspurn til viðkomandi fyrirtækja innan Webasto Group.

Notkun á vefkökum

Á vefsíðum okkar eru notaðar svokallaðar vefkökur. Vefkökur eru litlar skrár sem hægt er að vista á harða diskinum í tölvunni þinni. Vefþjónninn sem þú hefur tengst í vafranum (t.d. Internet Explorer, Google Chrome eða Mozilla Firefox) býr skrárnar til og sendir þær til þín. Vefkökur gera kleift að bera kennsl á þig þegar þú kemur aftur á vefsvæðið og þú þarft því ekki að færa inn upplýsingar sem þú hefur þegar fært inn. Í flestum vöfrum er það sjálfgefin stilling að samþykkja vefkökur sjálfkrafa. Hins vegar er hægt að láta vafrann hafna öllum kökum eða láta þig vita áður en þær eru vistaðar á harða diskinum í tölvunni. Þú finnur frekari upplýsingar um þetta atriði í hjálpinni í vafranum sem þú notar. Þú getur einnig hvenær sem er eytt vefkökum úr tölvunni (t.d. í Windows Internet Explorer).

Frekari upplýsingar um notkun á vefkökum á vefsvæðinu er að finna hér.

Tenglar í önnur vefsvæði

Á vefsvæði okkar er að finna tengla í önnur vefsvæði. Við höfum enga stjórn á því hvort þeir sem halda viðkomandi vefsvæðum úti fari að reglum um vernd persónuupplýsinga. Af þessum sökum ættir þú að fara yfir yfirlýsingar um persónuvernd hverju sinni. Við höfum jafnframt engin áhrif á lögmæti efnis á þessum vefsvæðum. Af þessum sökum undanskiljum við okkur allri ábyrgð á efni annarra vefsvæða.

Upplýsingar um vernd persónuupplýsinga með AT Internet

Við notumst við lausn frá AT Internet til þess að greina notkun á vefsvæði okkar. Markmiðið er að hanna vefsvæði okkar þannig að það falli sem best að þörfum notenda. Við viljum gera vefsvæði okkar bæði notendavænna og betra og veita þér aðgang að viðeigandi vörum og upplýsingum á sem fljótlegastan og þægilegastan hátt.

Til þess að geta náð þessu markmiði þurfum við að safna og greina tölfræði um hvað notendur gera á vefsvæði okkar. Við greinum því upplýsingarnar sem safnað er í eftirfarandi tilgangi:

- Til að gera samanburð á afköstum og arðsemi fyrir vefsvæði okkar

- Til að telja fjölda gesta

- Til að fylgjast með því hversu meðvitaðir notendur eru til dæmis um netauglýsingar, kerfi fyrir samstarfsaðila og hlutdeildarfélög, margmiðlunarefni og sérstakar herferðir á vefsvæðinu

- Til að meta hvaða hlutar vefsvæðisins höfða mest til notenda

- Til að meta hvaðan notendur koma, til þess að geta þýtt og staðfært efni vefsvæðisins eftir þörfum

Við gerum greinarmun á óunnum gögnum (1) og unnum gögnum (2):

(1) Eftirfarandi upplýsingum er safnað:

- Annaðhvort vefköku (sem er lítil textaskrá sem vefsvæði vistar í tölvu notanda) sem hefur að geyma ýmis konar upplýsingar:
-- heiti þjónsins sem sendi vefkökuna,
-- nafnlaust auðkenni í formi einkvæms númers,
-- fyrningardagsetningu,

- eða auðkenni fyrir fartæki (sem er einkvæmt númer sem gerir kleift að bera kennsl á tækið með einkvæmum hætti)

- og IP-talan sem er notuð til að ákvarða staðsetningu. IP-talan er gerð ónafngreinanleg með því að fjarlægja síðustu þrjá stafina.

- Öll yfirlitsgögn sem er safnað í tengslum við þetta auðkenni.

(2) Gögn sem unnið hefur verið úr veita eftirfarandi upplýsingar:

- einkvæmt auðkenni gests,

- öll stafræn greiningargögn sem tengjast þessu auðkenni og vinnsluaðili vinnur úr samkvæmt samningi.

 

Eftirfarandi geymslutímabil eiga við:

- Óunnum gögnum er eytt sex mánuðum eftir að þeim er safnað.
- Unnu gögnin eru geymd meðan á gildistíma samningsins milli okkar og vinnsluaðila stendur og í sex mánuði að honum loknum.

Sending persónuupplýsinga
Við og AT Internet, sem vinnsluaðili gagna samkvæmt samningi, höfum aðgang að stafrænu greiningargögnunum.

Þú getur andmælt því að AT Internet vinni úr persónuupplýsingum þínum með því að fylgja þessum tengli:
http://www.xiti.com/de/optout.aspx

Stjórnun auglýsinga á netinu með Netzeffekt GmbH

Vegna bestunar og innheimtu fyrir auglýsingar okkar og í því skyni að beina gestum aftur á vefsvæði okkar annast fyrirtækið Netzeffekt GmbH, Theresienhöhe 28, 80339 München, Þýskalandi söfnun, vistun og vinnslu á nafnlausum, ópersónusniðnum upplýsingum um heimsókn þína fyrir okkar hönd. Vefkökur eru notaðar endrum og eins í þessum tilgangi. Netzeffekt GmbH getur ekki og mun ekki tengja þessar upplýsingar um heimsóknir við nafn þitt eða aðrar persónuupplýsingar sem þú hefur veitt okkur.

Þú getur andmælt því að Netzeffekt GmbH vinni úr persónuupplýsingum þínum með eftirfarandi tengli:

http://datenschutz.netrk.net/optout

Notkun viðbóta fyrir samfélagsmiðla frá Facebook, Google+, Twitter and XING

Við notum ekki viðbætur fyrir samfélagsmiðla, heldur eingöngu tengla í viðkomandi samfélagsmiðla.

Á vefsvæði okkar er að finna tengla í eftirfarandi samfélagsmiðla/þjónustu:

- Ytri samfélagsmiðilinn Facebook í eigu Facebook Inc., 1601 S. California Ave, Palo Alto, CA 94304, Bandaríkjunum Þekkja má viðbæturnar á einhverju kennimerkja Facebook (hvítu „f“ á bláum reit eða „þumal upp“-tákni) eða þá að þær eru merktar með merkinu „Facebook Social Plugin“. Hægt er að sjá lista yfir viðbætur fyrir samfélagsmiðilinn Facebook og útlit þeirra á developers.facebook.com/plugins.

- Ytri samfélagsmiðilinn „Google+“ í eigu Google Inc., 1600 Amphitheatre Parkway, Mountain View, CA 94043, Bandaríkjunum Á vefsvæði okkar eru viðbæturnar merktar með kennimerki Google+ eða merkinu „+1“.

- Ytri þjónustuna Twitter í eigu Twitter Inc., 795 Folsom St., Suite 600, San Francisco, CA 94107, Bandaríkjunum Hún er gefin til kynna með texta á borð við „Twitter“ eða „fylgja“ ásamt bláum fugli. Hægt er að sjá hnappana á twitter.com/about/resources/buttons. Með því að nota hnappana er hægt að deila efni eða síðu á vefsvæði okkar á Twitter eða fylgjast með okkur á Twitter.

- Samfélagsmiðilinn XING í eigu XING AG, Gänsemarkt 43, D-20354 Hamborg, Þýskalandi. Viðbæturnar eru auðkenndar með deilihnappi XING.

Í þeim tilvikum þar sem viðbætur eru notaðar eru þær sjálfgefið óvirkar og notandinn þarf að virkja þær sérstaklega. Aðgerðirnar sem tengjast tenglunum í viðkomandi samfélagsmiðla/þjónustu (Facebook, Google+, Twitter, XING), einkum sending upplýsinga og notendagagna, eru ekki framkvæmdar með því einu að heimsækja vefsvæði okkar, heldur eingöngu eftir að smellt er á viðkomandi tengil. Ef smellt er á þessa tengla eru viðbæturnar frá Facebook, Google+, Twitter og/eða XING virkjaðar og vafrinn kemur á beinu sambandi við þjóna samfélagsmiðilsins/þjónustunnar, þ.e. Facebook, Google+, Twitter og/eða XING. Ef notandi smellir á tengil á vefsvæði okkar og er skráður inn á viðkomandi samfélagsmiðil/þjónustu með sínum eigin aðgangi (Facebook, Google+, Twitter, XING) er upplýsingum um að notandinn hafi heimsótt vefsvæði okkar miðlað til viðkomandi rekstraraðila (Facebook, Google+, Twitter, XING). Rekstraraðilinn (Facebook, Google+, Twitter, XING) getur tengt heimsóknina á vefsvæðið við aðganginn þinn. Þessar upplýsingar eru sendar til rekstraraðilanna (Facebook, Google+, Twitter, XING) og geymdar þar ef svo á við. Til þess að koma í veg fyrir þetta verður notandinn að skrá sig út af aðgangi sínum áður en smellt er á tengilinn. Finna má frekari upplýsingar um það hvaða upplýsingar eru geymdar á eftirfarandi vefslóðum:

- Facebook: www.facebook.com/help/186325668085084/

- Google+: support.google.com/plus/bin/answer.py

- XING: www.xing.com/app/share

Jafnvel þótt notandi sé ekki skráður fyrir aðgangi að ofangreindum samfélagsmiðlum/þjónustu er hugsanlegt að viðkomandi samfélagsmiðlar/þjónusta fái upplýsingar um IP-tölu notandans í gegnum viðbótina fyrir samfélagsmiðla og geymi þær. Nánari upplýsingar um tilgang og umfang vinnslu, söfnunar og notkunar upplýsinga af hálfu Facebook, Google+, Twitter og XING, sem og um réttindi þín og valkosti fyrir stillingar að því er þetta varðar er að finna í eftirfarandi yfirlýsingum um persónuvernd:

- Facebook: www.facebook.com/about/privacy/

- Google+: www.google.com/intl/de/+/policy/+1button.html

- Twitter: twitter.com/privacy

- XING: www.xing.com/privacy

Jafnframt er hægt að loka fyrir viðbætur fyrir samfélagsmiðla með því að nota þar til gerðar innbætur í vafranum, til dæmis „Facebook Blocker“ sem hægt er að sækja á netinu og lokar fyrir Facebook-viðbótina. Í sumum tilvikum er einnig hægt að breyta persónuverndarstillingum, t.d. á twitter.com/account/settings.

Fréttabréf

Við sendum fréttabréf, tölvupóst og önnur rafræn samskipti með auglýsingum (hér eftir nefnd „fréttabréf“) eingöngu með leyfi viðtakanda eða að því marki sem lög leyfa. Sé efni fréttabréfs lýst þegar notandi skráir sig fyrir fréttabréfinu gildir samþykki notandans fyrir það efni.

Ef notandi skráir sig fyrir fréttabréfi okkar notum við þær upplýsingar sem eru nauðsynlegar í þessum tilgangi eða sem notandi veitir sérstaklega í því skyni að senda þér fréttabréf okkar reglulega í tölvupósti. Hægt er að segja upp áskrift að fréttabréfinu hvenær sem er, annaðhvort með því að senda beiðni eftir neðangreindum samskiptaleiðum eða með því að smella á þar til ætlaðan tengil í fréttabréfinu.

Til þess að gerast áskrifandi að fréttabréfinu þarf aðeins að gefa upp netfang. Skráning í áskrift að fréttabréfi okkar fer fram með svokölluðu „double-opt-in“-ferli. Það fer þannig fram að þegar notandi hefur skráð sig fær hann sendan tölvupóst þar sem hann er beðinn um að staðfesta áskriftina. Þessi staðfesting er nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir að hægt sé að skrá áskrift með netfangi einhvers annars.

Áskriftir að fréttabréfinu eru skráðar svo hægt sé að sýna fram á að skráningin uppfylli lagalegar kröfur þar að lútandi. Meðal annars eru skráðar upplýsingar um það hvenær skráning og staðfesting á skráningu fóru fram, sem og um IP-tölu.

Notandi getur hvenær sem er hætt í áskrift að fréttabréfinu, þ.e. afturkallað samþykki sitt. Þar með fellur samþykki notanda fyrir sendingu fréttabréfsins einnig úr gildi. Tengil til að hætta í áskrift að fréttabréfinu er að finna neðst í hverju fréttabréfi.

Spurningar og athugasemdir

Ef þú vilt koma spurningum, tillögum eða athugasemdum varðandi persónuvernd á framfæri skaltu senda tölvupóst til persónuverndarfulltrúa okkar á netfangið dataprotection@webasto.com.

Þar sem internettæknin er í stöðugri og örri þróun þurfum við að uppfæra persónuverndarstefnu okkar öðru hvoru. Hér koma fram upplýsingar um þær breytingar sem gerðar eru.

Ábyrgur aðili í skilningi persónuverndarlaga

Data Protection Webasto Group
Webasto SE

Kraillinger Straße 5
82131 Stockdorf
Þýskalandi

Persónuverndarfulltrúi: Reinhard Bersch
dataprotection@webasto.com
Sími: +49 (89) 8 57 94-0